Upplýsingasíða fyrir starfandi myndlistarmenn
25.08.2016

Ókeypis hugbúnaður


Handbókin er byggð upp að mestu leyti á hugmyndinni um opinn heim þar sem upplýsingar, hugbúnaður, hugmyndir, fræði- og vísindagreinar eru ókeypis og opnar öllum.

〮Vefsíðan er gerð með ókeypis WordPress viðmóti sem hægt er að niðurhala á www.wordpress.org.

〮Verkefnið í heild sinni var unnið með því að notast við ókeypis hugbúnað eins og Xmind og Openoffice.

〮Einnig er notast við Wikipediu, Google books og aðrar erlendar vefsíður.

Hér að neðan eru nokkur algengir staðgenglar þeirra forrita sem við erum flest vön að nota og þarf að greiða fyrir.

www.osalt.com

www.osalt.com – Hér geturðu leitað að fríum (open source) forritum. Síðan bíður upp á að leita að forritum eftir ákveðnum flokkum þannig að til dæmis er hægt að finna öll forrit sem tengd eru við myndvinnslu, til að reka fyrirtæki eða stjórna verkefnum.

Open office er ókeypis kostur í stað Offie pakkans

www.openoffice.org – Valmöguleiki í staðinn fyrir Office pakkann. Mjög auðvelt í uppsetningu og notkun. Það besta er að ekki þarf að læra á nýtt forrit þar sem Openoffice er næstum því alveg eins og Office pakkinn hjá Microsoft. Openoffice síðan er einnig til á íslensku og standa nú yfir framkvæmdir þar sem verið er að þýða forritið allt. Leiðbeiningar fyrir Openoffice á íslensku er að finna á www.openoffice.is ATH openoffice er með pdf möguleika. Þannig geturðu til dæmis pdf´að ferilskránna á 2 sek.

www.xmind.net Ókeypis kostur í stað Mind Manager

www.xmind.net – Frábært forrit fyrir myndlistarmenn sem vilja halda utan um verkefni. Hægt að vinna alla hugmyndavinnu og það eru til dæmis einnig sérstök fjárhagsáætlunar- og verkefnastjórnunarskjöl. Handbókin er unnin að miklu leyti með Xmind forritinu til að halda utan um alla þætti vefsíðunnar. Einnig eru sýnimyndirnar sem eru á heimasíðunni búnar til í xmind.

Blender, ókeypis þrívíddarforrit

www.blender.org – Þrívíddarforrit sem virkar með öllum helstu stýrikerfum. Á vefsíðunni geturðu niðurhalað forritinu án endurgjalds þar sem forritið er frjáls hugbúnaður.

Gimpshop er útfærsla af Gimp sem á að líkjast Photoshop

www.gimpshop.com – Myndvinnsluforrit sem er unnið út frá Gimp myndvinnsluforritinu. Gimpshop útfærslan er eins og nafnið bendir til gerð til að líkjast Photoshop þannig að notendur sem eru vanir að vinna með Adobe Photoshop forritið geti nýtt sér Gimpshop ókeypis án þess að þurfa að læra á alveg nýtt forrit.

Ókeypis Teiknihreyfimyndaforrit

www.pencil-animation.org – Pencil er teikni hreyfimyndaforrit.  Hægt er að búa til handgerðar teikni – hreyfimyndir í þessu forriti. Það virkar við öll helstu stýrikerfin.

UFRaw er forrit sem hægt er að niðurhala ókeypis á heimasíðunni

www.ufraw.sourceforge.net – UFRaw er frjáls hugbúnaður sem tekur við og vinnur úr RAW ljósmyndum. UFRaw er ókeypis kostur í stað Camera Raw möguleikans í Photoshop. Passar við öll helstu stýrikerfi.

Hér geturðu niðurhalað Thunderbird

http://www.mozillamessaging.com/en-US/thunderbird/ – Póstforrit sem er ókeypis kostur í stað Outlook. Í þessu forriti geturðu verið með alla tölvupóst reikningana þína. Forritið er auðvelt í uppsetningu og tekur enga stund að niðurhala. Þetta er frábær kostur til að halda utan um allan tölvupóst.

www.sourceforge.net - stærsta vefsíða í heimi með opin forrit

http://www.sourceforge.net – Stærsta vefsíða í heimi sem býður upp á opin forrit.