Upplýsingasíða fyrir starfandi myndlistarmenn
23.08.2016

STYRKIR


Styrktarsjóðir – menning – myndlist

Styrkir eru flokkaðir í eftirfarandi


Stærri og minni verkefnastyrkir Kynningamiðstöðvar íslenskrar myndlistar.

Smærri styrkirnir nema allt að 60.000 kr.

Tekið verður við umsóknum frá 1. janúar en umsóknarfrestur er á tveggja mánaða fresti:

01.02.2011

01.04.2011

01.06.2011

01.08.2011

01.10.2011

01.12.2011

Stærri styrkir

Stærri styrkirnir nema allt að 300.000 kr.

Umsóknarfresturinn er 15. febrúar 2011 en þá verður hægt að sækja um styrki vegna verkefna sem hefjast á tímabílinu frá 15. mars 2011 til 15. mars 2012.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni


Muggur dvalarstyrkur

Styrkur til dvala á gestavinnustofu eða til sýningarhalds erlendis

Umsóknarfrestir fyrir Mugg 2012 eru eftirfarandi:

1. febrúar 2012 vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. apríl - 31. júlí 2012
1. júní 2012 vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. ágúst - 30. nóvember 2012
1. október 2012 vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. desember 2012- 30. mars 2013

Aðeins fyrir félagsmenn SÍM

Hlaðvarpinn – menningarsjóður kvenna á Íslandi

Menningarsjóður Hlaðvarpans úthlutaði rúmlega 10 milljónum króna til menningarmála kvenna í upphafi ársins 2011. Umsóknarfresturinn fyrir 2011 rann út þann 10 október 2011.

Allar frekari upplýsingar veitir stjórn sjóðsins um netfangið hladvarpinn@hladvarpinn.is

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Að hausti ár hvert eru auglýstir menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar til umsóknar styrkir úr borgarsjóði með fjögurra vikna umsóknarfresti.

Hefur umsóknarfrestur verið til 01. október og fer fram í gegnum Rafræn Reykjavík síðunna, mælir Handbókin með því að listamenn skrái sig með fyrirvara, það tekur enga stund.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðuneyti veitir meðal annars styrki á sviði menningarmála

Umsóknir verða afgreiddar í febrúar, apríl, júní, ágúst, október og desember og er þá miðað við þær sem fyrirliggjandi eru við upphaf tiltekinna mánaða.

Grænlandssjóður

Hlutverk Grænlandssjóðs er að stuðla að nánari samskiptum Íslendinga og Grænlendinga og veitir sjóðurinn styrki meðal annars til listsýninga og annara málefna tengdum listum.

Átak til atvinnusköpunar

Styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja.  Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.

Starfslaun listamanna

Umsóknir fyrir listamannalaun og ferðastyrkir eru oftast auglýstar í september – október. Hægt er að skrá sig inn á listamannalaun.is og sækja um rafrænt.

Verkefna- og ferðastyrkir Myndstefs

Myndstef veitir styrki bæði verkefna og ferðastyrki. Auglýst verður í byrjun sumars eftir umsóknum.

Kultur Kontakt Nord – Norræna menningargáttin

Norræna menningargáttin er vefsíða sem heldur utan um norræna samstarfsstyrki.

Áætlunin er skipt í:

✔  Menningar- og listaáætlun sem  veitir styrki til verkefna á sviði menningar- og listgreina.

- Framleiðslumiðuð starfsemi – Styrkur er ætlaður í verkefni sem leggja áherslu á framleiðslu menningar og listar og skapandi starf.

- Hæfnisþróun – Styrkur er ætlaður í verkefni sem leggja áherslu á hæfnisþróun og þekkingarmiðlun þeirra sem starfa að menningu og listum. Um getur t.d.verið að ræða; ráðstefnur, námskeið og vinnubúðir (workshop).

✔  Ferðastyrkjaáætlun

〮Tengslanetsstyrkur

〮Styrkir til dvalarsetra (gestavinnustofur)

Menningaráætlun Evrópusambandsins

Menningaráætlun Evrópusambandsins veitir styrki til verkefna í öllum listgreinum.

ATH menningaráætlunin styrkir ekki einstaklinga og áætlunin styrkir aðeins 50% af verkefnunum. Þannig verður að sýna fram á að hin 50% sé fáanleg annarsstaðar frá eða til hjá þeim sem sækir um styrkinn. Vinnuframlag er ekki hægt að reikna á móti þessari prósentu.

Sænsk- íslenski sjóðurinn

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn veitir árlega 15-20 ferðastyrki að upphæð 7.000 SEK til tvíhliða samstarfs Svíþjóðar og Íslands, einkum  á sviði menningar, menntunar og rannsókna.

Umsóknafresturinn er 1. febrúar ár hvert, árið 2010 hefur Svíþjóð veitt aukaframlag til sjóðsins og verður auka – umsóknafrestur 1. september árið 2010.

Fé er veitt til einstakra verkefna og ekki síst ferðastyrkir.

Finnsk- íslenski sjóðurinn

Stofnaður 1974. Sjóðnum er ætlað að styrkja menningartengsl Íslands og Finnlands. Styrkirnir eru fyrst og fremst veittir einstaklingum, en í sérstökum tilfellum kemur stuðningur við samtök og stofnanir til greina. Umsóknarfrestur rennur út 31. mars ár hvert. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. 2010-02-28


Samstarfssjóður Kommunequarfik sermersooq-Reykjavíku- Þórshafnar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem tengjast samskiptum milli bæjanna og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Reykjavíkurborg er aðili að sjóði höfuðstaða Færeyja, Grænlands og Íslands.
Umsóknafrestur 2010 var 10. maí

Ferða-og verkefnasjóður HANDVERKS OG HÖNNUNAR

HANDVERK OG HÖNNUN styrkir starfandi handverks- og listiðnaðarfólk til að afla sér þekkingar í greininni, hérlendis eða erlendis. Hugmyndin er að koma til móts við einstaklinga vegna náms og/eða ferðakostnaðar

Listasjóður Pennans

Listasjóður Pennans veitir 900 þúsund krónur á ári í styrki til myndlistarmanna auk þess að kaupa verk.
Sjóðstjórnin mun fyrir 1. maí ár hvert auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er 4 vikur frá birtingu auglýsingar.

Íslensk- ameríska félagið

Thor Thors styrkur – er í umsjá American Scandinavian Foundation í New York. Umsóknafrestur er 1. apríl 2010.

Haystack styrkur – Haystack Mountain School of Crafts heldur á hverju sumri námskeið fyrir listafólk allstaðar að úr heiminum.

Luther College kennarastyrkur – Luther College í Decorah, Iowa, heldur á hverju sumri námskeið fyrir norræna kennara um sögu, menningu og hefðir Bandaríkjanna.

Listasjóður Dungal

Sjóðurinn er ætlaður til að styrkja unga myndlistarmenn og eignast verk eftir þá. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Margréti og Baldvin P. Dungal.

Tilkynnt er um styrkhafa í janúar ár hvert og er því umsóknarfrestur seinni hluta árs.

Adolph and Esther Gottlieb styrktarsjóðurinn

Alþjóðlegur styrkur fyrir myndistarmenn sem hafa starfað sem myndlistarmenn í yfir 20 ár.

Umsóknarfrestur er 15. desember ár hvert.

Pollock-Krasner sjóðurinn

Hægt er að sækja um Pollock – Krasner styrk allt árið. Aðal verkefni sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn sem hafa unnið sem fag- myndlistarmenn í lengri tíma.

Franklin Furnace styrkurinn

Styrkir efnilega myndlistarmenn til sýningarhalds í New York. Alþjóðlegur styrkur og eru myndlistarmenn hvaðanæva úr heiminum hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2010. Ath upplýsingar um næsta umsóknarár verður auglýst á vefsíðunni í janúar 2011.